Um okkur

FOCUS Innheimta er nýr þjónustuveitandi við innheimtu vangoldinna krafna á Íslandi. FOCUS byggir á styrkum grunni G.Jónsson & Partners sem starfað hefur allt frá árinu 1957 hér heima og jafnframt verið starfandi meðlimur í bæði evrópskum og alþjóðlegum samtökum í áratugi.

Þjónustan

FOCUS Lögmenn G.Jónsson & Partners ehf. er íslensk lögmannsstofa sem leggur áherslu á að veita persónulega og faglega lögfræðiþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og erlendra aðila á öllum helstu sviðum lögfræðinnar auk hagsmunagæslu fyrir dómstólum.

Um okkur

FOCUS Lögmenn og G.Jónsson & Partners sameinuðu krafta sína árið 2018. G.Jónsson & Partners á rætur að rekja til ársins 1957 og var fyrsti aðilinn á Íslandi til að bjóða upp á innheimtur yfir landamæri.

Auk þess að bjóða upp á almenna lögfræðiþjónustu á sviði einkamála hefur innheimtuþjónusta verið ein af meginstoðunum í rekstri lögmannsstofunnar. Við höfum þjónustað rekstraraðila, stóra sem smáa, húsfélög, sinnt hagsmunagæslu fyrir erlenda aðila og einstaklinga og annast málflutning ágreiningsmála fyrir dómstólum.  Þá höfum við víðtæk erlend tengsl sem byggja að miklu leyti á áralöngu samstarfi í gegnum aðild að ýmsum samtökum lögmanna og innheimtufyrirtækja.

Erlent samstarf

FOCUS hafa víðtæk erlend tengsl á sviði lögfræði – fjármála og innheimtu yfir landamæri sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytta og vandaða þjónustu og ráðgjöf hvort heldur sem málefnið varðar landsrétt eða teygir anga sína út fyrir landsteinana.

Stjórnendur

Katrín Smári

Lögmaður/eigandi

Margrét Magnúsdóttir

Skrifstofustjóri

Erlent samstarf

FOCUS hafa í áratugi verið meðlimir í evrópskum og alþjóðlegum samtökum innheimtuaðila og hafa eigendur stofunnar tekið virkan þátt í margvíslegu samstarfi á sviði innheimtumála innan Evrópu og utan.

IS