Mannleg nálgun

Mannleg nálgun

Markmiðið með innheimtuferli FOCUS er að ná sem bestum árangri fyrir þá sem við þjónustum án þess að greiðandinn verði fráhverfur þeim sem þarf að ganga á eftir greiðslu.  Áframhaldandi viðskipti og samstarf aðila síðar meir er alltaf mögulegt þó nauðsynlegt hafi verið að fara í innheimtuaðgerðir á einhverjum tímapunkti vegna aðstæðna sem alltaf geta komið upp; skorts á greiðslugetu eða jafnvel misskilnings. Reynsla okkar í gegnum árin hefur sýnt að háttvís og opin samskipti við greiðendur eru grundvöllur árangursríkra samninga og innheimtu.

Þjónusta við greiðendur

Enginn fer í vanskil með reikningana sína eða ógreiddar kröfur af ásetningi. Allir hafa sínar ástæður hvort sem orsökin er skortur á greiðslugetu (tímabundinn lausafjárskortur), viðvarandi rekstrarvandi eða eitthvað allt annað sem býr að baki. Segðu okkur þínar ástæður og saman finnum við lausn á málinu. Þjónustuver okkar veitir nánari upplýsingar og tekur við skilaboðum á focusinnheimta@focusinnheimta eða í síma 517-2500.

Láttu okkur létta vinnuálagið

Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina og láttu okkur sjá um vafstrið og stuðla að heilbrigðu tekjuflæði á meðan þú getur einbeitt þér að rekstrinum. Margvíslegar ástæður geta legið að baki vanskilum og margvíslegar lausnir geta verið í sjónmáli – við miðlum málunum á mannamáli.

Húsfélög

Við þjónustum húsfelög af öllum gerðum……

Um okkur

FOCUS Lögmenn G.Jónsson & Partners ehf. er íslensk lögmannsstofa sem leggur áherslu á að veita persónulega og faglega lögfræðiþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og erlendra aðila á helstu sviðum lögfræðinnar auk þess að annast hagsmunagæslu fyrir dómstólum.

G.Jónsson & Partners

Innheimtustarfsemi FOCUS og hin rótgrónu erlendu sambönd og alþjóðlegt samstarf eiga rætur að rekja til stofnunar G.Jónsson & Partners sem var frumkvöðull hérlendis á sviði innheimtu yfir landamæri við upphaf starfsemi stofunnar árið 1957.

Þjónustan

FOCUS Lögmenn G.Jónsson & Partners ehf. er íslensk lögmannsstofa sem leggur áherslu á að veita persónulega og faglega lögfræðiþjónustu til einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og erlendra aðila á öllum helstu sviðum lögfræðinnar auk hagsmunagæslu fyrir dómstólum.

Erlent samstarf og víðtækt
tengslanet

FOCUS hafa víðtæk erlend tengsl á sviði lögfræði – fjármála og innheimtu yfir landamæri sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytta og vandaða þjónustu og ráðgjöf hvort heldur sem málefnið varðar landsrétt eða teygir anga sína út fyrir landsteinana.

Þjónustan

Auk þess að bjóða upp á almenna lögfræðiþjónustu á sviði einkamála er innheimtuþjónusta ein af meginstoðunum í rekstri lögmannsstofunnar. Þá felst sérstaða okkar í því að við höfum víðtæk erlend tengsl sem viðskiptavinir okkar njóta góðs af.

Innheimtur

Við innheimtum kröfur fyrir smáa rekstraraðila sem stóra auk húsfélaga og einstaklinga

Húsfélög

Við aðstoðum gjaldkera, stjórnir húsfélaga og félagsmenn við málefni sem varða sameignina

Almenn ráðgjöf

Við veitum almenna lögfræðiþjónustu innan okkar sérsviða og sinnum hagsmunagæslu fyrir dómstólum

Erfðaskrár

Við ráðleggjum við efni erfðaskráa og kaupmála og útbúum erfðaskrár samkvæmt þörfum þínum

Dánarbú

Við ráðleggjum erfingjum og veitum liðsinni í tengslum við skipti á dánarbúum

Fjárslit

Við aðstoðum einstaklinga sem standa í fjárhagslegu uppgjöri vegna skilnaðar eða sambúðarslita

IS