Fékkstu bréf?

Ef þú hefur móttekið bréf frá FOCUS hefur sá sem nefndur er kröfuhafi falið okkur það verkefni að innheimta fyrir sína hönd greiðslu hjá þér. Oftast er það vegna þess að útgefinn reikningur hefur ekki verið greiddur þrátt fyrir að eindagi hans sé liðinn. Ef engin viðbrögð berast við bréfum og áminningum heldur málið áfram og alltaf er hætta á því að það endi með málshöfðun fyrir dómstólum. Það er því lykilatriði að bregðast við.

Ég fékk bréf og vil

Þjónusta við greiðendur

Enginn fer í vanskil með reikningana sína eða ógreiddar kröfur af ásetningi. Allir hafa sínar ástæður hvort sem orsökin er skortur á greiðslugetu (tímabundinn lausafjárskortur), viðvarandi rekstrarvandi eða eitthvað allt annað sem býr að baki. Segðu okkur þínar ástæður og saman finnum við lausn á málinu. Þjónustuver okkar veitir nánari upplýsingar og tekur við fyrirspurnum á innheimta@focuslogmenn.is í síma 517-2500 eða á netspjallinu.

Hvað get ég gert?

Best er vitanlega að greiða samkvæmt fyrirmælum í okkar fyrsta bréfi. Málið kann hins vegar að vera flóknara en fyrsta skrefið ætti alltaf að vera að hafa samband við okkur því þannig má koma í veg fyrir frekari aðgerðir og aukinn kostnað. Ef engin viðbrögð berast við bréfum og áminningum heldur málið einfaldlega áfram og alltaf er hætta á því að það endi með málshöfðun fyrir dómstólum sem alltof oft hefði auðveldlega mátt forða með einföldum samskiptum og málamiðlunum milli aðila.

Hvernig er best að reyna að forðast vanskil?

Lán þarf að greiða til baka

Hugsa sig tvisvar um

Lesa smáa letrið

Bregðast strax við

Leita aðstoðar

Standa við samninga

IS