Katrín Smári

Katrín hefur starfað sem lögmaður frá árinu 2009 og rekið eigin lögmannsstofu frá árinu 2014. Hún hefur um árabil tekið þátt í evrópsku og alþjóðlegu samstarfi lögmanna einkum á sviði viðskiptaréttar og innheimtu krafna yfir landamæri. Hún sækir reglulega ráðstefnur og fundi fagaðila á þeim sviðum og gegnir varaformennsku í evrópsku innheimtusamtökunum European Collectors Associations.

Katrín hefur mikla reynslu af málum er varða innheimtu krafna og hefur jafnframt starfað töluvert við ráðgjöf og hagsmunagæslu fyrir húsfélög auk þess að hafa náð góðum árangri við sáttamiðlun milli deiluaðila.

Menntun:

Löggiltur fasteigna- og skipasali 2015

Héraðsdómslögmaður 2008

Háskóli Íslands, cand. jur 2005

Lagadeild Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu, Erasmus styrkþegi 2003-2004

Menntaskólinn á Akureyri, 1999

Starfsreynsla:

FOCUS Lögmenn G.Jónsson & Partners frá 2014, lögmaður og eigandi

Lausnir lögmannsstofa/G.Jónsson & Partners ehf., lögmaður frá 2009-2014

Samkeppniseftirlitið, sérfræðingur 2007-2009

Sparisjóðabanki Íslands hf./Icebank, lögfræðisvið 2005-2007

Nefndar – og stjórnarstörf:

  • Í stjórn European Collectors Association frá 2023, varaformaður
  • Í stjórn Lögfræðingafélags Íslands 2014-2023
  • í ritstjórn Lögmannablaðsins 2017-2020
  • Kennsla við lagadeild Háskóla Íslands 2006-7
  • Í stjórn Orators, félags laganema við Háskóla Íslands 2002-2003
  • Þá hefur Katrín setið í stjórnum fyrirtækja
IS