Kröfuhafar

FOCUS veita fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum liðsinni við innheimtu ógreiddra krafna. Hvort sem þú ert með eina kröfu eða fjölda mála í hverjum mánuði. Við sníðum þjónustuna og innheimtuleiðirnar að þínum þörfum í samræmi við eðli rekstrarins í hvert sinn. Við tölum við þig á mannamáli og þú getur stýrt því sjálf/ur hversu mikið af upplýsingum þú færð og hversu mikið þú vilt koma að ferlinu. Það getur verið misjafnt milli þess hver viðskiptavinur þinn eða greiðandi á í hlut hverju sinni. Við finnum flöt sem hentar þér best!

Láttu okkur létta vinnuálagið


Komdu í hóp ánægðra viðskiptavina og láttu okkur sjá um vafstrið og stuðla að heilbrigðu tekjuflæði á meðan þú getur einbeitt þér að rekstrinum. Margvíslegar ástæður geta legið að baki vanskilum og margvíslegar lausnir geta verið í sjónmáli – við miðlum málunum á mannamáli.

Erlent samstarf


FOCUS Lögmenn hafa víðtæk erlend tengsl á sviði lögfræði – fjármála og innheimtu yfir landamæri sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar fjölbreytta og vandaða þjónustu og ráðgjöf hvort heldur sem málefnið varðar landsrétt eða teygir anga sína út fyrir landsteinana.

Ég er með kröfu sem ég fæ ekki greidda

Upplýsingar

+354 517-2500
innheimta@focuslogmenn.is
Suðurlandsbraut 24 2. hæð
108 Reykjavík

Nafn
Netfang
Phone
Skilaboð
Takk fyrir að hafa samband, skilboðin hafa verið send.
Villa kom upp við að senda skilaboð. Vinsamlegast farðu yfir alla reiti aftur.

Fruminnheimta

Fruminnheimta FOCUS felur í sér útsendingu innheimtuviðvörunar í nafni kröfuhafa. Oftast tekur FOCUS við kröfum frá bankanum þínum eftir tiltekinn dagafjölda frá eindaga, en við bjóðum einnig upp á skráningu krafna beint frá viðskiptavinum.

Milliinnheimta

Ef reikningur greiðist ekki þegar frestur er liðinn samkvæmt innheimtuviðvörun tekur við millistig – svokölluð milliinnheimta en krafan er þó ekki enn ,,komin í lögfræðing“. Í milliinnheimtu er greiðandi áminntur skriflega, með tölvupósti og símtölum. Greiðendur eru þar hvattir til þess að hafa samband til að greiða eða semja um greiðslu eða koma á framfæri athugasemdum eða spurningum sem þeir kunna að hafa.

Löginnheimta – lögfræðileg innheimta

Ef ekkert bólar á greiðslu eða samningum eftir frum – og milliinnheimtuaðgerðir fara málin yfir í löginnheimtu. Fyrsta skrefið er að senda ,,lögfræðibréf“ þar sem tilkynnt er að málið sé komið í löginnheimtu. Það getur verið óhjákvæmilegt að höfða mál til að tryggja réttindi fólks, leysa úr ágreiningi um greiðsluskyldu eða til að knýja fram greiðslu. Hjá FOCUS eru lögmenn með mikla reynslu af meðferð innheimtumála og þeim lögfræðilegu álitaefnum sem oftast rísa sem og málflutningi þeirra fyrir dómi.

Ertu með spurningu?

Hvað kostar að fara með reikningana mína í innheimtuþjónustu til FOCUS?
Er ekki dýrt að fara með mál fyrir dómstóla?
Skuldarinn er fluttur til Spánar og ég næ ekki í hann – er eitthvað hægt að gera?
IS