Þjónusta við húsfélög

Frá upphafi hafa FOCUS Lögmenn sem og forveri þess G.Jónsson & Partners sérhæft sig í þjónustu við húsfélög og stjórnir þeirra, meðal annars við að annast innheimtu húsgjalda og gjalda í framkvæmdastjóð hjá félagsmönnum.

Sveigjanleg þjónusta

FOCUS hefur áralanga reynslu af þjónustu við fjölda húsfélaga með innheimtu húsgjalda og/framkvæmdagjalda þar sem megináherslan er lögð á að lögveðsréttindi félaganna fyrir gjöldunum séu tryggð og að jafnræðis sé gætt við innheimtu.

Við auðveldum gjaldkerum og formönnum stjórna lífið og komum í veg fyrir að réttindi tapist. Við veitum þér upplýsingar um þá þjónustu sem við getum veitt húsfélaginu þínu með ánægju.

Við vitum að það er ekki eftirsóknarvert fyrir gjaldkera að standa í innheimtu á Alfreð nágranna í 2E. En það getur því miður verið skylda gjaldkera eða stjórnar. Þetta skiljum við og útskýrum.

Við erum lausnamiðuð og bjóðum sveigjanlega þjónustu sem við sníðum að þörfum þíns húsfélags, miðað við fjölda félagsmanna og umfang starfseminnar.

Ef þú ert formaður eða gjaldkeri húsfélags og vilt kynna þér hvernig þjónusta okkar getur einfaldað þér störf þín fyrir húsfélagið og veitt ykkur öryggi og þann stuðning sem þörf er á hverju sinni, hafðu þá endilega samband við okkur í síma 517-2500, eða í tölvupósti á focuslogmenn@focuslogmenn.is  Við erum með tengingar við stærstu bankana þar sem kröfur geta flust sjálfkrafa yfir til okkar, allt eftir því hvers er óskað.

Sendu okkur línu

Hafa samband

Upplýsingar

Sími 517-2500
innheimta@focuslogmenn.is
Suðurlandsbraut 24 2. hæð
108 Reykjavík

Húsfélagaþjónusta

(Nauðsynlegt)“ gefur til kynna nauðsynlega reiti

Nafn
IS