Ef þú hefur móttekið bréf frá FOCUS hefur sá sem nefndur er kröfuhafi falið okkur það verkefni að innheimta fyrir sína hönd greiðslu hjá þér. Oftast er það vegna þess að útgefinn reikningur hefur ekki verið greiddur þrátt fyrir að eindagi hans sé liðinn. Ef engin viðbrögð berast við bréfum og áminningum heldur málið áfram og alltaf er hætta á því að það endi með málshöfðun fyrir dómstólum. Það er því lykilatriði að bregðast við.